Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. janúar 2020 09:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vallejo ákvað að fara aftur til Real (Staðfest) - Stóðst ekki væntingar
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, staðfesti á föstudag að Jesus Vallejo hefði snúið til baka til Real Madrid en miðvörðurinn var á láni hjá Wolves frá Madrídarfélaginu.

Vallejo hefur ekki fengið mikið að spila hjá Wolves en hann hefur ekki spilað síðan Wolves datt úr keppni í deildabikarnum gegn Aston Villa. Hann byrjaði einungis einn leik í úrvalsdeildinni og tókst ekki að heilla Nuno.

Vallejo á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Real og gæti verið lánaður frá félaginu í janúarglugganum. Vallejo hefur spilað nítján leiki fyrir Real Madrid en lék vel á láni hjá Eintracht Frankfurt og Real Zaragoza tímabilin 2015-16 (Zaragoza) og 2016-17 (Frankfurt).

Miðvörðurinn Vallejo varð 23 ára gamall fyrr í vikunni. Nuno tjáði sig um hann í viðtali á föstudag: „Hann er að fara heim til Real af því hann vill spila. Hann er ungur og hæfileikaríkur leikmaður sem við höfðum miklar væntingar með en hlutirnir gengu ekki upp," sagði Nuno við Sky Sports.

„Hann átti sín góðu augnablik og sín slæmu. Hlutirnir gengu augljóslega ekki upp," sagði Nuno að lokum.

Willy Boly, franski miðvörður Wolves, er að snúa til baka úr meiðslum og er það talin ein af ástæðunum fyrir því að Vallejo ákvað að snúa heim til Real.
Athugasemdir
banner
banner