Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. mars 2024 19:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísak spilaði í sterkum sigri Dusseldorf - Braunschweig tapaði í botnslag
Mynd: Getty Images

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Dusseldorf sem vann gríðarlega sterkan sigur á Hamburg í næst efstu deild í Þýskalandi í kvöld.


Dusseldorf hefur verið í basli að undanförnu en fyrir leik kvöldsins hafði liðið aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum.

Dusseldorf vann leikinn 2-0 en Ísak var tekinn af velli undir lok leiksins. Dusseldorf er í 4. sæti með 40 stig, stigi á eftir Hamburg sem er í sætinu fyrir ofan.

Þórir Jóhann Helgason spilaði rúmlega klukkutíma þegar Braunschweig tapaði 1-0 gegn Hansa Rostock en Braunschweig er í næst neðsta sæti með 24 stig en Hansa Rostock er einu stigi fyrir ofan Braunschweig eftir sigurinn.

Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur í Duisburg eru í miklum vandræðum í efstu deild í Þýskalandi eftir 4-1 tap gegn Essen í kvöld. Ingibjörg var á sínum stað í hjarta varnarinnar. Duisburg er á botninum með aðeins fjögur stig en sjö stig eru upp í öruggt sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner