Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. mars 2024 08:45
Elvar Geir Magnússon
Newcastle og Bayern hafa áhuga á Zinchenko
Powerade
Oleksandr Zinchenko og dóttir hans.
Oleksandr Zinchenko og dóttir hans.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur áhuga á Williams.
Chelsea hefur áhuga á Williams.
Mynd: EPA
Kvicha Kvaratskhelia.
Kvicha Kvaratskhelia.
Mynd: Getty Images
Tuchel, Edwards, Arteta, Zinchenko, Kvaratskhelia, Greenwood. Góðan og gleðilegan slúðurföstudag!

Thomas Tuchel vill taka aftur við Chelsea þegar hann hættir með Bayern München í sumar. Þjóðverjinn hefur einnig áhuga á stjórastörfum Manchester United og Barcelona. (Sky Sports Þýskalandi)

Newcastle United og Bayern München hafa áhuga á Oleksandr Zinchenko (27) vinstri bakverði Arsenal. Arsenal vill fá 33 milljónir punda fyrir úkraínska landsliðsmanninn. (Football Transfers)

Mikel Arteta stjóri Arsenal segir að frábær frammistaða liðsins í markaskorun muni ekki breyta þeim áætlunum að kaupa sóknarmann í sumar. (ESPN)

Eigendur Liverpool hittu Michael Edwards á sunnudag en þeir reyna að sannfæra þennan fyrrum íþróttastjóra félagsins til að snúa aftur og móta tímann eftir Klopp á Anfield. (Guardian)

Chelsea er meðal úrvalsdeildarfélaga sem fylgjast með Nico Williams (21), spænska sóknarmanninum hjá Athletic Bilbao, sem er með 43 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Fabrizio Romano)

Barcelona vill framlengja lánssamning fyrir Joao Cancelo (29) út næsta tímabil en Manchester City vill frekar selja hann alfarið. Ensk úrvalsdeildarfélög og félög í Sádi-Arabíu hafa áhuga á portúgalska bakverðinum. (Sport)

Umboðsmaður georgíska vængmannsins Khvicha Kvaratskhelia (23) segir að hann muni yfirgefa Napoli ef ítalska félagið fær tilboð sem það getur ekki hafnað. (Gazzetta dello Sport)

Æðstu menn Manchester United ætla að koma í veg fyrir að Mason Greenwood (22) fari í Bandaríkjaferð United á undirbúningstímabilinu eftir að enski sóknarleikmaðurinn snýr til baka úr láni hjá Getafe. (Star)

Greenwood er á lista Barcelona fyrir suamrgluggann en félagið þarf að horfa til kosta sem eru ekki dýrir. (Sport)

Stjórn Chelsea leggur áherslu á að selja uppalda leikmenn í sumar; leikmenn á borð við Conor Gallagher (24), Trevoh Chalobah (24) og Armando Broja (22). (Teamtalk)

Chelsea hefur sett í forgang hjá sér að fá inn vængmann; Hollendingurinn Crysencio Summerville (22) hjá Leeds er meðal efstu nafna á blaði. (Teamtalk)

Stuðningsmenn Strasbourg þrýsta á að eigendur Chelsea breyti áætlunum sínum en franska liðið hefur ollið vonbrigðum síðan þeir keyptu meirihluta í félaginu síðasta sumar. (90min)

Manchester United hefur rætt við Kobbie Mainoo (18) um nýjan samning en enski miðjumaðurinn hefur heillað á tímabilinu. (Manchester Evening News)

Ensk úrvalsdeildarfélög og erlend félög eru að fylgjast með sóknarmanninum Tobey Ugorji sem hefur raðað inn mörkum fyrir U16 lið Birmingham City. Hann getur valið milli þess að spila fyrir England eða Nígeríu. (Football Insider)

Everton er í lykilstöðu til að fá írska framherjann Mason Melia (16) frá St Patrick's Athletic. (Football Insider)

Leicester mun væntanlega fá ákæru fyrir að brjóta fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og gæti byrjað næsta tímabil með stigafjölda í mínus. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner