Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. mars 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viss um að Lewis Hall verði keyptur til Newcastle
Lewis Hall.
Lewis Hall.
Mynd: Newcastle
Eddie Howe, stjóri Newcastle, býst við því að Lewis Hall verði leikmaður Newcastle í mörg ár.

Hall var fenginn til félagsins frá Chelsea á láni síðasta sumar og þarf Newcastle að kaupa hann fyrir 28 milljónir punda ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt.

Það hefur ekki verið gefið upp hvaða skilyrði það eru en Howe býst við því að Hall verði leikmaður Newcastle í mörg ár í viðbót þó að leikmaðurinn sé einungis búinn að byrja fjóra leiki á tímabilinu. Hann hefur þá aðeins leikið tólf mínútur á árinu 2024.

„Ég er undirbúa það að Lewis verði leikmaður Newcastle í mörg ár," sagði Howe við fréttamenn í dag.

„Við erum að hugsa um hann til langtíma. Við höfum alltaf haft mikla trú á honum og erum að vinna mikið með honum. Hann er mjög hæfileikaríkur."

Hall er aðeins 19 ára gamall en hann getur leyst það að spila sem bakvörður og sem miðjumaður. Howe vildi ekki staðfesta hvað þyrfti að gerast svo kaupin yrðu staðfest en hann býst við því að það muni gerast fljótlega.


Athugasemdir
banner
banner
banner