Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. júní 2022 23:38
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Augnablik með þægilegan sigur í Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík 1 - 4 Augnablik
0-1 Eydís Helgadóttir ('45)
0-2 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('45)
0-3 Harpa Helgadóttir ('49)
0-4 Margrét Brynja Kristinsdóttir ('62)
1-4 Caitlin Rogers ('89)


Grindavík tók á móti Augnablik í eina leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna og áttu ungar Kópavogsstúlkur stórleik nýkomnar heim eftir Evrópuævintýri gegn jafnöldrum sínum úr bestu liðum Evrópu.

Staðan var markalaus þar til í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Eydís Helgadóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, sem var valin í lið mótsins á helgarmótinu í Frakklandi, komu boltanum í netið.

Harpa Helgadóttir gerði út um viðureignina með þriðja marki Augnabliks í upphafi síðari hálfleiks og bætti Margrét Brynja Kristinsdóttir svo fjórða markinu við.

Caitlin Rogers klóraði í bakkann fyrir heimakonur en niðurstaðan frábær 1-4 sigur Augnabliks.

Grindavík er áfram í sjötta sæti Lengjudeildarinnar, með sjö stig eftir sex umferðir, en stigin eru dýrmæt fyrir Augnablik sem er núna komið með sex stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner