Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. júní 2022 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Fimmti sigur Kristianstad í röð - Rosengard að stinga af
Mynd: Kristianstad

Það voru nokkrir Íslendingar sem spiluðu í efstu deild sænska boltans í dag þar sem Hammarby, Kristianstad, Eskilstuna og Rosengård unnu sína leiki á útivelli.


Evelyne Viens skoraði bæði mörkin í sigri Kristianstad gegn Vittsjö eftir stoðsendingar frá Mia Carlsson. Delaney Pridham var í byrjunarliði Kristianstad og fór útaf á 68. mínútu fyrir hina bráðefnilegu Amöndu Andradóttur. Emelía Óskarsdóttir var ónotaður varamaður.

Kristianstad er á fleygiferð og var þetta fimmti sigur liðsins í röð. Elísabet Gunnarsdóttir og lærlingar hennar eru í þriðja sæti, sex stigum eftir toppliði Rosengård.

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í stórsigri Rosengård á útivelli gegn Hallberu Guðný Gísladóttur og stöllum hennar í Kalmar.

Rosengård er komið með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar á meðan Kalmar er aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið, með 9 stig eftir 13 umferðir.

Berglind Rós Ágústsdóttir lék þá allan leikinn í tapi Örebro gegn Hammarby á meðan Diljá Ýr Zomers spilaði stærsta hluta leiksins þegar Häcken tapaði fyrir Eskilstuna. Agla María Albertsdóttir var ekki í hóp hjá Hacken annan leikinn í röð.

Örebro er með 15 stig eftir tapið á meðan Häcken er í fjórða sæti með 26 og hefði farið upp í 2. sæti deildarinnar með sigri. 

Örebro 0 - 1 Hammarby
0-1 Madelen Janogy ('43)

Vittsjö 0 - 2 Kristianstad
0-1 Evelyne Viens ('37)
0-2 Evelyne Viens ('68)

Häcken 0 - 1 Eskilstuna
0-1 Elise Stenevik ('9)

Kalmar 0 - 6 Rosengård
0-1 P. Culver ('2, sjálfsmark)
0-2 L. Kullashi ('9)
0-3 O. Schough ('15)
0-4 C. Grant ('39)
0-5 S. Sanders ('75)
0-6 M. Larsson ('84)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner