Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 08. ágúst 2020 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Griezmann klár - Coutinho á bekknum
Griezmann er klár í slaginn.
Griezmann er klár í slaginn.
Mynd: Getty Images
Coutinho á bekknum á meðan Perisic byrjar.
Coutinho á bekknum á meðan Perisic byrjar.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir í Meistaradeildinni í kvöld, síðustu leikirnir í 16-liða úrslitunum.

Bayern Munchen fór illa með Chelsea í fyrri leik liðanna á Stamford Bridge en Þjóðverjarnir leiða einvígið með þremur mörkum gegn engu og Chelsea liðið því í mjög erfiðri stöðu fyrir leikinn í Þýskalandi í kvöld.

Napoli heimsækir Barcelona á sama tíma, klukkan 19:00, en liðin gerðu 1-1 jafntefli á Ítalíu í fyrri leik liðanna í febrúar síðastliðnum.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, gerir sex breytingar frá tapinu í úrslitaleik FA-bikarsins um síðustu helgi. Jorginho, Pulisic, Alonso og Azpilicueta eru ekki í hóp, og fara þeir Rudiger og Giroud á bekkinn. Christensen, Kante, Barkley, Hudson-Odoi, Abraham og Emerson koma inn í liðið. Bayern mætir með sterkt lið en Philippe Coutinho er á bekknum.

Arturo Vidal og Sergio Busquets eru ekki með Börsungum því þeir eru í banni og byrja þeir Ivan Rakitic, Sergio Roberto og Frenkie de Jong á miðsvæðinu. Griezmann, Suarez og Messi byrja. Hjá Napoli eru Mertens, Insigne og Callejon í fremstu víglínu.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðin.

Byrjunarlið Bayern München: Neuer, Kimmich, Boateng, Alaba, Davies, Goretzka, Thiago, Muller, Gnabry, Perisic, Lewandowski.
(Varamenn: Ulreich, Hoffmann, Odriozola, Sule, Martinez, Coutinho, Cuisance, Hernandez, Tolisso, Tillman, Musiala, Arrey-Mbi)

Byrjunarlið Chelsea: Caballero, James, Zouma, Christensen, Emerson, Kante, Kovacic, Barkley, Hudson-Odoi, Abraham, Mount.
(Varamenn: Kepa, Cumming, Rudiger, Tomori, Simeu, Maatsen, Bate, Lawrence, Giroud, Broja)

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Semedo, Pique, Lenglet, Alba, Rakitic, De Jong, Roberto, Griezmann, Suarez, Messi.
(Varamenn: Neto, Monchu, Reis, Firpo, Fati, Pena, Araujo, Orellana, Puig, Mingueza, De La Fuente)

Byrjunarlið Napoli: Ospina, Lorenzo, Manolas, Koulibaly, Mario Rui, Fabian, Demme, Zielinski, Callejon, Mertens, Insigne.
(Varamenn: Meret, Milik, Politano, Lobotka, Elmas, Lozano, Maksimovic, Hysaj, Llorente, Karnezis, Allan, Luperto)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner