Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. nóvember 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hákon Leó og Sævar Þór áfram hjá KF
Mynd: KF
Hákon Leó Hilmarsson og Sævar Þór Fylkisson eru búnir að skrifa undir tveggja ára samninga við KF og verða því í Fjallabyggð út keppnistímabilið 2022.

Hákon Leó er vinstri bakvörður fæddur 1997 sem er uppalinn hjá KF og á 86 leiki að baki fyrir félagið.

Sævar Þór er kantmaður fæddur 2000 sem er uppalinn hjá Þór og á 50 leiki að baki fyrir KF.

„Mikil ánægja er hjá félaginu að halda þessum leikmönnum í sínum röðum og við hlökkum til að sjá þá á vellinum 2021 og 2022," segir á vefsíðu KF.

KF endaði um miðja 2. deild í ár, með 26 stig úr 20 leikjum. Sævar Þór spilaði alla deildarleikina á meðan Hákon Leó náði að spila 11.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner