Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 17:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Sheffield missti niður tveggja marka forystu - Luton nældi í mikilvægt stig
Bournemouth kom til baka og nældi í stig
Bournemouth kom til baka og nældi í stig
Mynd: EPA
Luton náði í mikilvægt stig
Luton náði í mikilvægt stig
Mynd: Getty Images

Sheffield United lyfti sér upp úr botnsætinu þegar liðið lagði Bournemouth í dag.


Þetta var gríðarlega sterkur sigur eftir slæma útreið gegn Arsenal um síðustu helgi en Bournemouth fékk gullið tækifæri til að ná forystunni eftir stundafjórðung.

Dominic Solanke fékk þá vítaspyrnu og tók vítið sjálfur en hann rann í þann mund sem hann skaut og boltinn fór hátt yfir markið.

Sheffield tókst að refsa fyrir það og Gustavo Hamer sá til þess að liðið var með 1-0 forystu í hálfleik. Jack Robinson tvöfaldaði forystu Sheffield síðan en stuttu síðar kom Solanke boltanum í netið en markið dæmt af þar sem hann handlék boltann.

Dango Outtara tókst að minnka muninn fyrir Bournemouth og það var síðan í uppbótatíma sem Enes Unal skoraði og tryggði Bournemouth stig.

Wolves vann 2-1 sigur á Fulham og lyfti sér upp í 8. sæti deildarinnar. Jose Sa átti frábæran leik í marki Wolves en var loksins sigraður á lokasekúndum leiksins.

Það var dramatík þegar Crystal Palace og Luton gerðu jafntefli en Palace komst yfir snemma leiks en Cauley Woodrow tryggði Luton mikilvægt stig með mark á lokasekúndum leiksins.

Bournemouth 2 - 2 Sheffield Utd
0-0 Dominic Solanke ('14 , Misnotað víti)
0-1 Gustavo Hamer ('27 )
0-2 Jack Robinson ('64 )
1-2 Dango Ouattara ('74 )
2-2 Enes Unal ('90 )

Crystal Palace 1 - 1 Luton
1-0 Jean-Philippe Mateta ('11 )
1-1 Cauley Woodrow ('90 )

Wolves 2 - 1 Fulham
1-0 Rayan Ait Nouri ('52 )
2-0 Tom Cairney ('67 , sjálfsmark)
2-1 Alex Iwobi ('90 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner