Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 19:05
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Inter óstöðvandi - Annar sigur í röð hjá Cagliari
Marko Arnautovic fór meiddur af velli í sigri Inter.
Marko Arnautovic fór meiddur af velli í sigri Inter.
Mynd: EPA
Ranieri ætlar að bjarga Cagliari frá falli.
Ranieri ætlar að bjarga Cagliari frá falli.
Mynd: EPA
Inter trónir á toppi ítölsku deildarinnar og virðist vera óstöðvandi eftir enn einn sigurinn á deildartímabilinu.

Inter heimsótti Bologna í dag og skoraði miðvörðurinn Yann Bisseck eina mark leiksins á 37. mínútu eftir fyrirgjöf frá öðrum miðverði, Alessandro Bastoni.

Bologna reyndi að jafna í síðari hálfleik en tókst ekki að skora framhjá sterkri vörn verðandi Ítalíumeistaranna, sem eru með 18 stiga forystu sem stendur.

Fallbaráttuliðin Cagliari og Sassuolo unnu þá sína leiki í dag og er gríðarlega mikið líf í fallbaráttunni.

Cagliari skoraði fjögur gegn botnliði Salernitana og var þetta annar sigurinn í röð hjá lærisveinum Claudio Ranieri. Þeir eru þremur stigum frá fallsæti eftir sigurinn, þar sem Eldor Shomurodov kom inn af bekknum og skoraði tvennu til að tryggja sigur. Shomurodov er nýbúinn að jafna sig eftir meiðsli.

Sassuolo vann þá 1-0 gegn nýliðum Frosinone, þar sem Kristian Thorstvedt skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu. Thorstvedt braut af sér innan vítateigs á 90. mínútu en Kaio Jorge brást bogalistin og endaði vítaspyrna hans framhjá markinu.

Albert Guðmundsson og félagar í Genoa taka á móti Monza í síðasta leik kvöldsins.

Bologna 0 - 1 Inter
0-1 Yann Bisseck ('37 )

Cagliari 4 - 2 Salernitana
1-0 Gianluca Lapadula ('12 )
2-0 Gianluca Gaetano ('40 )
3-0 Eldor Shomurodov ('51 )
3-1 Grigoris Kastanos ('56 )
3-2 Giulio Maggiore ('58 )
4-2 Eldor Shomurodov ('76 )

Sassuolo 1 - 0 Frosinone
1-0 Kristian Thorstvedt ('58 )
1-0 Kaio Jorge ('90 , Misnotað víti)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
18 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner