Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Stjarnan í annað sætið fyrir lokaumferðina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 1 ÍBV
0-1 Kristín Klara Óskarsdóttir ('43 )
1-1 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('45+2 )
2-1 Esther Rós Arnarsdóttir ('82 )

Stjarnan og ÍBV áttust við í A-deild í Lengjubikar kvenna í dag og tók Kristín Klara Óskarsdóttir forystuna fyrir Eyjakonur á 43. mínútu.

Gyða Kristín Gunnarsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks og hélst staðan jöfn allt þar til á lokakaflanum.

Það var á 82. mínútu sem Garðbæingum tókst að skora sigurmark leiksins og var Esther Rós Arnarsdóttir þar á ferðinni.

Esther tryggði Stjörnunni dýrmæt stig og eru þær bláklæddu í öðru sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Tvö efstu liðin komast í undanúrslit Lengjubikarsins.

Stjarnan heimsækir topplið Þórs/KA til Akureyrar í lokaumferð riðlakeppninnar. Þór/KA er með fullt hús stiga og markatöluna 20-3.
Athugasemdir
banner