Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 09. mars 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þetta er vanvirðing við Erik ten Hag"
Mynd: Getty Images

Thomas Frank stjóri Brentford hefur verið orðaður við stjórastöðu Manchester United en Erik ten Hag er sagður vera undir mikilli pressu eftir að Sir Jim Ratcliffe fjárfesti í félaginu.


„Orðrómarnir eru háværir. Þetta er vanvirðing við Erik ten Hag. Hann er að gera allt sem hann getur til að ná árangri með Manchester United," sagði Frank.

Frank hefur náð frábærum árangri með Brentford en hann tók við liðinu árið 2019 og tryggði liðinu sæti í úrvalsdeildinni og hefur undanfarin tvö ár náð að festa liðið í sessi í deildinni.

Hann er staðráðinn í að koma liðinu lengra.

„Þegar ég tók við þessu starfi bjóst ég ekki við því að vera hérna fimm árum síðar. Ekki vegna þess að ég vildi það ekki, það er bara ómögulegt að spá því hvar maður verður. Ég er mjög ánægður þar sem ég er núna," sagði Frank.

„Ég er metnaðarfullur. Ég vil sjá hvað lífið ber í skauti sér og hvaða tækifæri gefast. Tækifærið getur verið hjá Brentford til lengri tíma, vinna titil hérna."


Athugasemdir
banner
banner