Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 19:37
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Fjölnir sótti jafntefli í Bogann
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 1 - 1 Fjölnir
1-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('30 )
1-1 Baldvin Þór Berndsen ('71 )
Rautt spjald: Ragnar Óli Ragnarsson, Þór ('35)
Rautt spjald: Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson, Fjölnir ('42)

Þór og Fjölnir áttust við í eina leik dagsins í A-deild Lengjubikarsins þar sem heimamenn tóku forystuna eftir hálftíma í Boganum.

Fannar Daði Malmquist Gíslason skoraði þá en skömmu síðar fékk Ragnar Óli Ragnarsson beint rautt spjald og skildi Þórsara því eftir leikmanni færri.

Það leið ekki á löngu þar til það jafnaðist í liðum þegar Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson fékk að líta seinna gula spjaldið sitt á 42. mínútu. Staðan var því 1-0 í leikhlé og aðeins 20 leikmenn eftir inni á vellinum.

Bæði lið gerðu tvöfalda skiptingu í hálfleik en Þórsarar héldu forystunni allt þar til á 71. mínútu, þegar Baldvin Þór Berndsen náði að gera jöfnunarmark fyrir gestina úr Grafarvogi.

Hvorugu liði tókst að bæta marki við leikinn og urðu lokatölur 1-1, en þetta er fyrsti leikurinn sem Þór mistekst að sigra í Lengjubikarnum í ár.

Akureyringar ljúka keppni á toppi síns riðils og fara því í undanúrslit, með 13 stig úr 5 leikjum. Fjölnir endar í þriðja sæti riðilsins með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner