Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nýr vinstri bakvörður í forgangi hjá Man Utd
Mynd: Man Utd
Mynd: Getty Images
Það ríkir mikil spenna meðal stuðningsmanna Manchester United sem hlakka til að fylgjast með hvaða leikmenn Sir Jim Ratcliffe fær til félagsins næsta sumar.

Man Utd hefur eytt miklum pening í leikmannakaup á síðustu árum án þess að skila tilætluðum árangri og nú eru tímar mikilvægra breytinga að eiga sér stað innan herbúða félagsins.

Fótboltafréttamaðurinn mikilsvirti Fabrizio Romano greinir frá því að það sé algjört forgangsatriði hjá Rauðu djöflunum að krækja sér í nýjan vinstri bakvörð.

Liðið hefur átt í miklu basli með vinstri bakvarðarstöðuna á tímabilinu, þar sem Luke Shaw, Tyrell Malacia og Lisandro Martinez hafa allir verið að glíma við meiðsli og eru fjarri góðu gamni sem stendur.

Victor Lindelöf hefur verið að spila í vinstri bakvarðarstöðunni í fjarveru þeirra, en Sofyan Amrabat og Diogo Dalot geta einnig leyst stöðuna.

Jim Ratcliffe og félagar í INEOS Group eru með skýrar hugmyndir um hvað þeir vilja gera með leikmannahóp Man Utd. Þeir eru vel undirbúnir og hafa verið að skoða vinstri bakverði undanfarna mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner