Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 10. mars 2024 11:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van de Beek snýr líklega aftur til Man Utd
Mynd: EPA

Donny van de Beek hefur ekki náð að sanna sig hjá Frankfurt og gæti verið aftur á leið til Man Utd næsta sumar.


Þessi 26 ára gamli miðjumaður hefur átt erfitt uppdráttar hjá Manchester United en hann var lánaður til Frankfurt í janúar í von um að hann gæti komið ferlinum almennilega af stað aftur.

Það hefur hins vegar gengið hægt þar sem hann hefur ekki verið fastamaður í liðinu. Hann hefur komið við sögu í fimm leikjum í þýsku deildinni, þá hefur hann þrisvar sinnum verið ónotaður varamaður.

Það er ákvæði í lánssamningnum að Frankfurt getur keypt hann fyrir rúmlega 12 milljónir punda en þýska félagið ætlar ekki að nýta sér þann möguleika að svo stöddu.


Athugasemdir
banner
banner
banner