Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. apríl 2019 11:15
Arnar Daði Arnarsson
Anton Ari: Svolítil pattstaða
Anton Ari í leik með Val í fyrra.
Anton Ari í leik með Val í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn, Hannes Þór Halldórsson gekk í raðir Vals í gærdag og skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið.

Fyrir var Valur með Anton Ara Einarsson sem lék alla leiki liðsins í Pepsi-deildinni bæði í fyrra og tímabilinu á undan þar sem Valur varð Íslandsmeistari bæði árin. Auk þess hefur Sveinn Sigurður Jóhannesson verið varamarkvörður Vals.

Anton Ari viðurkennir að þetta breyti stöðu sinni hjá liðinu.

„Hvernig það verður tæklað veit ég ekki. Ég á eftir að setjast niður með þjálfarateyminu og ræða málin og fá að heyra hvernig þeir vilja hafa þetta," sagði Anton Ari í samtali við Fótbolta.net.

„Ég geri ráð fyrir því að ef við Hannes erum báðir heilir þá spilar hann. Það gæti verið góður skóli að æfa og fylgjast með honum en svo langar manni að spila sjálfur þannig þetta er svolítil pattstaða. Ég veit ekki hvernig við tökum á þessu."

Anton segist hafa vita það í vetur að það væri möguleiki á að Hannes myndi ganga í raðir Vals.

„Ég er búinn að ræða við Óla og Bjössa nokkrum sinnum í vetur og þetta var ekkert leyndarmá að Hannes gæti komið. Það var í rauninni ekkert fast fyrr en hann losnaði úti," sagði Anton og bætti við.

„Ég held að flestir séu í fótbolta til að spila en ekki til að horfa á leikinn af varamannabekknum."
Athugasemdir
banner
banner
banner