Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. apríl 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang að jafna sig eftir veikindi
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, segir að veikindi hafi haldið sóknarmanninum Pierre-Emerick Aubameyang utan byrjunarliðsins að undanförnu.

Emery segir að sóknarmaðurinn hafi verið á sýklalyfjum og gæti mögulega byrjað gegn Napoli á morgun.

Liðin mætast í fyrri viðureign sinni í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Aubameyang hefur verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum Arsenal.

„Hann er að verða betri og gæti byrjað á morgun," segir Emery. Laurent Koscielny og Granit Xhaka eru tæpir fyrir leikinn en þeir verða skoðaðir í fyrramálið.

Leikurinn á morgun verður klukkan 19:00 á Emirates.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner