Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. apríl 2019 09:55
Elvar Geir Magnússon
Man Utd ætlar að fá Alderweireld - Neves til Liverpool?
Powerade
Ruben Neves er orðaður við Liverpool.
Ruben Neves er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
James til Juve?
James til Juve?
Mynd: Getty Images
Rashford, Alderweireld, Conte, Bale, Oblak, Hazard, Rodriguez og fleiri í slúðurpakka dagsins. Góðan lestur!

Marcus Rashford (21), sóknarmaður Manchester United, er nálægt því að skrifa undir nýjan risasamning við United. (Mirror)

United mun virkja 25 milljóna punda riftunarákvæði í samningi belgíska varnarmannsins Toby Alderweireld (30) hjá Tottenham. Félagið hefur þó ekki rætt við Lundúnaliðið. (Sun)

Liverpool hefur áhuga á Ruben Neves (22), miðjumanni Wolves og portúgalska landsliðsins. Pep Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool, segist hrifinn af tækni og fagmennsku leikmannsins. (O Jogo)

Antonio Conte, fyrrum stjóri Chelsea, er tilbúinn að verða nýr stjóri Inter ef félagið gerir hann að launahæsta þjálfaranum í ítölsku A-deildinni. (Mail)

Juventus er líklegasti áfangastaður Kólumbíumannsins James Rodriguez (27) hjá Real Madrid. Eden Hazard er væntanlega á leið á Bernabeu. (Marca)

Belgíski landsliðsmaðurinn Hazard (28) mun neita að skrifa undir nýjan samning hjá Chelsea þó Lundúnafélagið ákveði að sleppa honum ekki til Real. (Telegraph)

Bláliðar ætlar ekki að víkja frá 100 milljóna punda verðmiðanum á Hazard. (Star)

Umboðsmaður Gareth Bale (29) segir að velski landsliðsmaðurinn sé ánægður hjá Real Madrid og hafi engar áætlanir um að snúa aftur í enska boltann. (Mirror)

Leikmenn Manchester United gætu fengið launaskerðingu upp á allt að 25% ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina á næsta tímabili. Real Madrid mun líklega reyna við Paul Pogba (26) ef United fer aftur í Evrópudeildina. (Sun)

Atletico Madrid vonast til að tilkynna um nýjan samning markvarðarsins Jan Oblak (26). Slóvenski landsliðsmaðurinn hefur riftunarákvæði upp á 100 milljónir evra og er talinn vera efstur á blaði hjá Manchester United ef David de Gea (28) fer. (Marca)

Thorgan Hazard (26) hjá Borussia Mönchengladbach vill fara til Borussia Dortmund. Félag hans vill þó frekar selja hann til Liverpool því þá fær það meiri pening. (Nieuwsblad)

Arsenal og Tottenham hafa bæði áhuga á króatíska miðjumanninum Ivan Perisic (30) hjá Inter. (Corriere dello Sport)

Liverpool gæti misst portúgalska miðjumanninn Rafael Camacho (18) í sumar en samningaviðræður hafa siglt í strand. (Sky Sports)

Wilfried Zaha (26) segir að framtíð sín sé hjá Crystal Palace. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Manchester United. (Manchester Evening News)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir að tyrkneski varnarmaðurinn Caglar Soyuncu (22), sem kom frá Freiburg í fyrra, eigi enn framtíð hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur bara komið við sögu í átta leikjum á tímabilinu. (Mirror)

Southampton mun gera aðra tilraun til að fá enska framherjann Che Adams (22) frá Birmingham. (Sun)

West Ham ætlar sér að halda í brasilíska miðjumanninn Felipe Anderson (25). (Sky Sports)

Leeds undirbýr 7 milljóna punda tilboð í enska varnarmanninn John Swift (23) hjá Reading. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner