Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. maí 2022 11:02
Elvar Geir Magnússon
Watkins efstur á óskalista Moyes
Ollie Watkins.
Ollie Watkins.
Mynd: Getty Images
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: EPA
Leit West Ham að nýjum sóknarmanni hefur beint David Moyes að Ollie Watkins, sóknarmanni Aston Villa.

Moyes vill bæta við meiri gæðum í sóknina og hefur áhuga á Watkins sem hefur spilað vel síðan hann yfirgaf Brentford fyrir 28 milljónir punda fyrir tveimur árum.

Watkins er 26 ára enskur landsliðsmaður og hefur skorað ellefu mörk fyrir land og lið á þessu tímabili. Hann á góða möguleika á að vera í enska landsliðshópnum á HM seinna á árinu.

Orðrómur hefur verið í gangi um að Steven Gerrard gæti verið reiðubúinn að selja Watkins en talið er að Villa fari fram á að minnsta kosti 50 milljónir punda fyrir sóknarmanninn.

Það er auðvelt að sjá Watkins smellpassa í leikstíl Moyes hjá West Ham, hann er hreyfanlegur og með kraftmikla áru í fremstu víglínu.

Michail Antonio hefur leikið afskaplega vel í því hlutverki en Moyes er meðvitaður um að hinn 32 ára gamli Antonio þurfi meiri samkeppni. Hann hefur aðeins skorað fjögur mörk á árinu 2022.

Það voru mikil vonbrigði fyrir West Ham að falla úr leik í undanúrslitum Evrópudeildarinnar gegn Eintracht Frankfurt. Liðið vonast til að hirða sjötta sætið af Manchester United og komast í Evrópudeildina.

West Ham er enn með Darwin Nunez hjá Benfica á óskalistanum en talið er að hann fari í stærra félag. Hamrarnir gætu reynt að fá Armando Broja sem hefur leikið vel hjá Southampton á lánssamningi frá Chelsea. Þeir horfa einnig til Eddie Nketiah hjá Arsenal en hann er líka á óskalistum Crystal Palace og Brighton.

West Ham vill einnig fá miðvörð og er að horfa til Joe Worrall hjá Nottingham Forest.
Athugasemdir
banner
banner
banner