Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 10. nóvember 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Elskar súkkulaði og skyndibita svo Arsenal sendir kokk til hans
Smith Rowe og besti vinur hans, Bukayo Saka, ræða við Gareth Southgate landsliðsþjálfara.
Smith Rowe og besti vinur hans, Bukayo Saka, ræða við Gareth Southgate landsliðsþjálfara.
Mynd: EPA
Smith Rowe hefur skorað fyrir Arsenal þrjá leiki í röð.
Smith Rowe hefur skorað fyrir Arsenal þrjá leiki í röð.
Mynd: EPA
Smith Rowe hefur leikið frábærlega fyrir Arsenal.
Smith Rowe hefur leikið frábærlega fyrir Arsenal.
Mynd: Getty Images
Emile Smith Rowe hefur leikið stórkostlega með Arsenal að undanförnu og í vikunni var hann í fyrsta sinn kallaður inn í enska landsliðið.

Vegna meiðsla var honum bætt inn í enska hópinn sem mætir Albaníu og San Marínó í undankeppni HM.

Hljóp beint niður og sagði mömmu frá þessu
„Þetta var frábær stund fyrir mig og fjölskyldu mína, ég hljóp beint niður stigann og sagði mömmu frá þessu. Þetta var mjög tilfinningaríkt. Þau voru svo stolt af mér," segir hinn 21 árs Smith Rowe um það þegar símtalið kom frá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate.

Smith Rowe, sem hefur skorað í þremur leikjum í röð fyrir Arsenal, segist hafa fundið fyrir stressi fyrir fyrstu landsliðsæfinguna.

„Ég spila á móti þessum gaurum hverja helgi en þegar þú ert kominn í landsliðið er allt öðruvísi. Að vera í sama æfingasetti og senda á hvorn annan, það er geggjað að vera í kringum þessa frábæru leikmenn. Ég er enn að átta mig á þessu."

Besti vinur Bukayo Saka
Smith Rowe hefur spilað fyrir öll yngri landslið Englands og verið samhliða besta vini sínum og liðsfélaga hjá Arsenal og núna enska landsliðinu, Bukayo Saka. Vinirnir þreyttu frumraun sína með Arsenal í sama leiknum 2018.

„Ég og Bukayo erum svo nánir utan vallar. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd, alltaf þegar hann spilar fyrir England. Það gerir þetta enn sérstakara að vera hérna með honum. Þetta er stór stund fyrir okkur og fyrir Arsenal," segir Smith Rowe.

Var smá latur og hlustaði ekki
Smith Rowe segist hafa þurft að breyta lífsstíl sínum og taka sig virkilega á til að ná ferlinum á flug. Hann viðurkennir að hafa verið smá latur og að mataræðið hafi alls ekki verið í lagi.

„Það er agi hjá Arsenal en ég hlustaði þvi miður ekki nægilega vel. Ég beygði aðeins út af brautinni en núna hlusta ég alltaf. Ég borðað ekki vel og drakk ekki nægilega mikinn vökva. Núna er ég með fulla einbeitingu á því," segir Smith Rowe.

Einkakokkur eldar fyrir hann og mömmu hans
Smith Rowe segist hafa borðað mikið súkkulaði og skyndibitafæði áður. Hann var fastakúnni hjá Nando's kjúklingastaðnum. Til að breyta mataræðinu hafi Arsenal ákveðið að senda einkakokk sem kemur heim til hans á hverjum degi til að elda fyrir hann.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagði nýlega að leikmaðurinn ungi hafi þurft að breyta um lífsstíl til að bæta frammistöðu sína.

„Ég átti það til að fá krampa eftir 60 mínútur og svona. Ég var ekki að borða rétt og drekka rétt. Nú kemur kokkur til mín á hverjum degi, hann heitir Chris. Ég bý með mömmu og hún var vön því að elda en nú þarf hún þess ekki lengur. Chris eldar fyrir okkur bæði," segir Smith Rowe.

„Ég er nánast hættur í súkkulaðinu og skyndibitanum, núna borða ég alltaf heima. Chris eldar góða pastarétti. Ég var ekki hrifinn af því að borða fisk en nú er ég byrjaður á því. Lax og fleira."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner