Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fim 11. mars 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þessir eru líklegastir til að taka við Þýskalandi
Hansi Flick er ofarlega í veðbönkum.
Hansi Flick er ofarlega í veðbönkum.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Það var tilkynnt á þriðjudag að Joachim Löw muni hætta sem landsliðsþjálfari Þýskalands eftir EM í sumar.

Þýska landsliðið verður því með nýjan þjálfara þegar það kemur á Laugardalsvöll síðar á árinu. Þýskaland mætir Ísland í undankeppni HM þann 8. september.

Löw tók við þýska landsliðinu árið 2006 og árið 2014 vann liðið HM undir hans stjórn. Hinn 61 árs gamli Löw var með samning til sumarsins 2022 en hann hefur nú óskað eftir að hætta eftir EM í sumar.

Bæði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, og Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, hafa báðir fjarlægt nafn frá starfinu ef svo má segja.

„Nei," svaraði hinn 33 ára Nagelsmann stuttlega á fréttamannafundi í gær þegar hann var spurður að því hvort hann teldi sig koma til greina í starfið. Klopp sagði einfaldlega ekki að hann myndi taka við landsliðinu.

En hverjir eru líklegastir í starfið núna? Það eru 12 þjálfarar með stuðul hjá veðbankanum Betfair. Þetta eru þeir þjálfarar:

1. Stefan Kuntz
2. Ralf Rangnick
3. Hansi Flick
4. Jurgen Klopp
5. Arsene Wenger
6. Oliver Bierhoff
7. Adi Hutter
8. Julian Nagelsmann
9. Christian Streich
10. Jurgen Klinsmann
11. Peter Bosz
12. Thomas Tuchel

Stefan Kuntz, þjálfari U21 landsliðs Þýskalands, er talinn líklegastur í starfið og næstir koma Ralf Rangnick, fyrrum íþróttastjóri hjá Red Bull, og Hansi Flick, þjálfari Bayern München. Klopp er frekar ofarlega þrátt fyrir að hann hafi lýst því yfir að hann muni ekki taka við starfinu.

Það eru þrír erlendir þjálfarar á listanum; Frakkinn Arsene Wenger, Austurríkismaðurinn Adi Hutter og Hollendingurinn Peter Bosz.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner