Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   þri 09. mars 2021 13:45
Magnús Már Einarsson
Klopp: Ég tek ekki við þýska landsliðinu í sumar
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur útilokað að hann muni taka við þýska landsliðinu í sumar.

Joachim Löw ætlar að hætta sem landsliðsþjálfari Þjóðverja eftir EM í sumar en hann hefur stýrt liðinu undanfarin ár.

Klopp var strax orðaður við stöðuna en hann segist ekki ætla að taka við.

„Verð ég laus til að taka við þýska landsliðinu í sumar? Nei," sagði Klopp á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

„Joachim Löw hefur unnið ótrúlegt starf. Einhver annar tekur við starfinu og með allan þann fjölda af góðum stjórum sem Þýskaland á þá er ég viss um að þýska knattspyrnusambandið finnur góða lausn."

„Ég á þrjú ár eftir af samningi hjá Liverpool, er það ekki? Þetta er einfalt. Þú skrifar undir samning og stendur við hann. Ég stóð við samningana hjá Mainz og Dortmund."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner