Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Chelsea mætir Newcastle um miðja deild
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þar sem Chelsea tekur á móti Newcastle í áhugaverðum slag.

Hér mætast tvö af ríkari félögum ensku úrvalsdeildarinnar en gengi liðanna hefur ekki verið sérstaklega gott á tímabili sem hefur einkennst af miklum meiðslavandræðum.

Heimamenn í Chelsea eru án sex leikmanna vegna meiðsla og þá eru fjórir leikmenn tæpir. Þar á meðal eru Reece James, Conor Gallagher, Levi Colwill og Christopher Nkunku.

Til samanburðar eru sex leikmenn fjarverandi úr röðum Newcastle og einn tæpur. Þar á meðal eru Callum Wilson, Joelinton, Kieran Trippier og Nick Pope.

Það eru aðeins fjögur stig sem skilja liðin að um miðja úrvalsdeild, þar sem Newcastle er sæti ofar en Chelsea á leik til góða.

Þó að liðin séu bæði um miðja deild eru þau nálægt evrópubaráttunni.

Leikur kvöldsins:
20:00 Chelsea - Newcastle
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner