Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 16:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Máni með pælingu varðandi Lengjubikarinn - Sigurliðið færi beint í 8-liða úrslit bikarsins
Kominn í stjórn KSÍ.
Kominn í stjórn KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var Örvar Eggertsson sem lék með Stjörnunni gegn HK án þess að vera kominn með leikheimild og því vann HK leikinn.
Það var Örvar Eggertsson sem lék með Stjörnunni gegn HK án þess að vera kominn með leikheimild og því vann HK leikinn.
Mynd: Stjarnan
Það hefur reglulega komið upp að lið í efstu deild leggi ekki mikið upp úr því að vinna leiki í Lengjubikarnum. Á þessu undirbúningstímabili hefur Stjarnan sem dæmi tapað leik vegna þess að ólöglegur leikmaður spilaði leikinn og bæði KR og Stjarnan hvíldu marga leikmenn þegar spilað var á Akureyri gegn Þór í Boganum.

Lengjubikarinn er undirbúningsmót og verðlaunin fyrir sigurliðið er peningaupphæð.

Máni Pétursson, sem kjörinn var í stjórn KSÍ í síðasta mánuði, var gestur í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá á dögunum og ræddi um Lengjubikarinn. Hann er stuðningsmaður Stjörnunnar.

„Ég ber upp hugmynd, er að hugsa um að bera hana upp á næsta stjórnarfundi KSÍ, veit ekki hvort ég megi gera það, það á eftir að koma í ljós. Það fer minna í taugarnar á mér að við (Stjarnan) höfum sent varaliðið norður en að klúðra síðasta leik (gegn HK) með ólöglegum leikmanni. KR og Stjarnan tóku meðvitaða ákvörðun um að komast ekki í úrslit deildabikarsins sem er frekar leiðinlegt, þessi bikar er farinn að skipta ekki neinu máli að einhverju leyti."

„Ég er með þá tillögu að liðið sem vinnur A-deildina fái sæti í 8-liða úrslitum í bikar. Það myndi þýða að það lið sleppur við 32-liða úrslit og 16-liða úrslit, hvíla tvo leiki. Fyrir þessi lið sem eru að fara í Evrópukeppni fækka um tvo leiki með því að taka deildabikarinn af fullum krafti. Það myndi þýða að menn vildu mögulega vilja vinna deildabikarinn."

„Í B- og C-deildinni þá gæti sigurliðið komist sjálfkrafa í 32-liða úrslitin í Mjólkurbikarnum. Síðan myndi ég hækka sektirnar á liðin fyrir að spila ólöglegum leikmanni upp í 150 þúsund krónur,"
sagði Máni.

Undanúrslitin í A-deild Lengjubikarsins eru framundan. Þar mætast Þór og Breiðablik annars vegar og Valur og ÍA hins vegar. Bæði Valur og Breiðablik eru á leið í Evrópu í sumar en Víkingur Reykjavík og Stjarnan, hin Evrópuliðin, komust ekki í undanúrslit.


Athugasemdir
banner
banner
banner