Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Stórlið bítast um undrabarnið Camarda - Manchester félögin þar á meðal
Francesco Camarda.
Francesco Camarda.
Mynd: Getty Images
La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Manchester United sé meðal félaga sem hafa áhuga á undrabarninu Francesco Camarda sem átti sextán ára afmæli í gær.

Þessi efnilegi leikmaður AC Milan getur nú skrifað undir atvinnumannasamning en ítalskir fjölmiðlar segja að hann ætli sér ekki að semja við AC Milan eins og staðan er núna.

Inter, Juventus og Roma eru öll búin að sýna honum áhuga.

Borussia Dortmund hefur horft til Camarda lengi, PSG hefur líka áhuga og ensku félögin United, Manchester City, Tottenham og Arsenal.

Camarda varð í nóvember yngsti leikmaðurinn til að spila í ítölsku A-deildinni en hann hefur komið við sögu í tveimur deildarleikjum.
Athugasemdir
banner