Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. september 2020 14:14
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvort Pogba nái fyrsta leik eftir kórónuveiruna
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir óljóst hvort Paul Pogba nái fyrsta leik liðsins á tímabilinu gegn Crystal Palace eftir rúma viku.

Pogba greindist með kórónuveiruna á dögunum og varð að draga sig úr franska landsliðshópnum af þeim sökum. Pogba er byrjaður að æfa en óvíst er þó hvort hann spili í fyrstu umferðinni.

„Paul missti af nokkrum æfingum vegna veirunnar," sagði Solskjær.

„Hann er fljótur að komast í form og vonandi verður hann klár um næstu helgi. Ég er ekki 100% viss samt."

Enska úrvalsdeildin hefst um helgina en Manchester United fékk viku lengra frí vegna þátttöku í Evrópudeildinni í ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner