Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. nóvember 2018 11:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Guardian 
Amnesty: Nota Man City til að fegra ímynd lands síns
Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, ræðir við Pep Guardiola, stjóra liðsins.
Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, ræðir við Pep Guardiola, stjóra liðsins.
Mynd: Getty Images
Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari.
Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt mannréttindasamtökunum Amnesty International eru eigendur Manchester City að reyna að fegra ímynd lands síns með því að dæla inn peningum í enska úrvalsdeildarfélagið.

Þýska tímaritið Der Spiegel hefur undanfarna daga opinberað það að Manchester City hafi farið ýmsar leiðir til að komast fram hjá fjárhagsreglum UEFA.

Sjá einnig:
Infantino hjálpaði Man City og PSG að forðast stórar refsingar
Hræðilegur tölvupóstur frá háttsettum aðila hjá Man City

City fær miklar auglýsingatekjur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en eigendur félagsins koma þaðan. Sérfræðingar sem rannsökuðu auglýsingasamninga komust að því að samningarnir voru mikið minna virði en það sem félagið var að fá borgað. Þetta er bannað samkvæmt fjárhagsreglum UEFA, fjárhagsupplýsingar félaga þurfa að vera skýrar og réttar.

Eitt af þeim fyrirtækjum sem hefur styrkt Manchester City er Arabtec, stærsta byggingarfyrirtæki Sameinuðu arabísku furstadæmana, fyrirtæki sem hefur verið harðlega gagnrýnt af Amnesty fyrir slæma meðferð á starfsmönnum sínum.

City skrifaði undir þriggja ára samning við Arabtec árið 2014 þrátt fyri viðvaranir um að það gæti haft áhrif á ímynd félagsins. Þess ber að geta að Arabtec er í dag ekki skráð sem einn af styrktaraðilum félagsins.

Amnesty gagnrýnir vinnubrögð eigenda Manchester City.

„Mikil fjárfesting frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Manchester City er tilraun til að íþróttahreinsa (e. sportwash) slæma ímynd landsins í gegnum dýrðarljóma leiksins," sagði Devin Kenney, rannsakandi hjá Amnesty International.

„Eins og vaxandi fjöldi stuðningsmanna Manchester City mun vera meðvitaður um, þá hefur árangur félagsins verið í nánu sambandi við land sem níðist á verkamönnum sem koma frá öðrum löndum og handtekur friðsæla mótmælendur og mannréttindasinna," segir Kenney enn fremur.

Ensku meistararnir eru í eigu Sheikh Mansour, sem er meðlimur í konungsfjölskyldunni í Abú Dabí. Hálfbróðir Mansour, Sheikh Khalifa, er forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner