Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 11. nóvember 2021 10:40
Elvar Geir Magnússon
Allir settu Sir Alex númer eitt
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock náði heldur betur að kveikja í ummælakerfum og gerði marga hreinlega reiða með vali sínu á bestu stjórum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann valdi Arsene Wenger númer eitt en það umdeildasta er að Sir Alex Ferguson, sigursælasti stjóri í sögu efstu deildar Englands, var aðeins í fjórða sætinu.

Enginn stjóri hefur komist nálægt titlafjöldanum sem hann vann með Manchester United.

Daily Mail fékk fimm sérfræðinga sína til að setja saman topp fimm lita líkt og Warnock, sem var rekinn frá Middlesbrough á dögunum, gerði.

Ferguson var í efsta sæti á lista þeirra allra.

Fjórir voru með Pep Guardiola númer tvö en einn með Jose Mourinho. Allir settu Arsene Wenger í þriðja sætið. Fjórir voru með Mourinho í fjórða sætinu en einn með Jurgen Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner