Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. mars 2024 19:36
Brynjar Ingi Erluson
Galdur úr leik í Evrópukeppni unglingaliða eftir dramatískt tap í Frakklandi
Galdur Guðmunds og félagar eru úr leik
Galdur Guðmunds og félagar eru úr leik
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Galdur Guðmundsson og félagar hans í U19 ára liði FCK eru úr leik í Evrópukeppni unglingaliða eftir að liðið tapaði fyrir franska liðinu Nantes í kvöld.

Heimamenn í Nantes tóku forystuna á 12. mínútu en Emil Höjlund jafnaði sex mínútum síðar úr vítaspyrnu. Hann er yngri bróðir Rasmus Höjlund, sem spilar fyrir Manchester United.

Hunor Nemeth og Amin Chiakha komu FCK í 3-1 forystu með tveimur mörkum á tveimur mínútum áður en liðsfélagi þeirra, Cornelius Olsson, fékk að líta rauða spjaldið.

Allt breyttist eftir það. Nantes fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins en nýtti ekki.

Nantes kom til baka í þeim síðari. Franska liðið skoraði tvö mörk á tíu mínútna kafla og náði þannig að tryggja Nantes inn í vítaspyrnukeppni.

Galdur Guðmundsson kom inn af bekknum hjá FCK á 81. mínútu en fór ekki á punktinn í vítakeppninni, sem Nantes vann á dramatískan hátt, 5-4.

Tomas Mabon, markvörður Nantes, varði þrjár vítaspyrnur í vítakeppninni, þar á meðal eina gríðarlega mikilvæga í bráðabana þar sem FCK gat komist áfram.

Nantes mætir Olympiakos í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner