Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 22:28
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Fjölnir með fullt hús stiga - Haukar unnu KH í spennuleik
Anna María Bergþórsdóttir skoraði tvö fyrir Fjölni
Anna María Bergþórsdóttir skoraði tvö fyrir Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Fjóla var öflug í sigri Hauka
Kristín Fjóla var öflug í sigri Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fjölnir og Haukar unnu bæði í C-deild Lengjubikars kvenna í kvöld.

Fjölniskonur unnu sannfærandi 4-1 sigur á Álftanesi í Egilshöllinni.

Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir í Álftanesi sem komust yfir með marki Söndru Hauksdóttur á 50. mínútu en það kom Fjölni í gang. Júlía Katrín Baldvinsdóttir jafnaði átta mínútum síðar og skoraði María Sól Magnúsdóttir annað markið á 65. mínútu. Anna María Bergþórsdóttir gerði þá tvö mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins áður en flautað var til leiksloka.

Fjölnir er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í riðli 1 en Álftanes með 5 stig í öðru sæti.

Haukar unnu þá KH, 4-3, í spennuleik á BIRTU-vellinum í Hafnarfirði.

Liðin skiptust á að skora í leiknum. Haukar komust yfir en alltaf tókst KH að jafna metin eða þangað til Kristín Fjóla Sigþórsdóttir gerði fjórða mark Hauka á 57. mínútu, annað mark hennar í leiknum.

Þessi sigur Hauka setur liðið í 3. sæti með 4 stig á meðan KH er með 1 stig í næst neðsta sæti riðilsins.

Úrslit og markaskorarar:

Fjölnir 4 - 1 Álftanes
0-1 Sandra Hauksdóttir ('50 )
1-1 Júlía Katrín Baldvinsdóttir ('58 )
2-1 María Sól Magnúsdóttir ('65 )
3-1 Anna María Bergþórsdóttir ('70 )
4-1 Anna María Bergþórsdóttir ('90 )

Haukar 4 - 3 KH
1-0 Halla Þórdís Svansdóttir ('6 )
1-1 Arna Ósk Arnarsdóttir ('9 )
2-1 Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('18 )
2-2 Rihane Aajal ('42 )
3-2 Halla Þórdís Svansdóttir ('50 )
3-3 Hafdís María Einarsdóttir ('55 )
4-3 Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('57 )
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 4 3 1 0 15 - 8 +7 10
2.    Fjölnir 4 3 0 1 16 - 7 +9 9
3.    Álftanes 4 1 2 1 8 - 10 -2 5
4.    KH 4 1 1 2 8 - 8 0 4
5.    Smári 4 0 0 4 4 - 18 -14 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner