Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. mars 2024 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að nýr markvörður Vestra verði einn sá besti í deildinni
William Eskelinen.
William Eskelinen.
Mynd: Getty Images
Vestri á Ísafirði krækti á dögunum í sænska markvörðinn William Eskelinen.

Eskelinen sem er 27 ára hefur verið aðalmarkvörður Örebro í sænsku B-deildinni undanfarin tvö ár. Hann er 1,91 metri á hæð. Hann var áður meðal annars hjá AGF og Sundvall og þá á hann tvo leiki fyrir yngri landslið Svía á ferilskrá sinni, með U17 og U19.

Axel Óskar Andrésson, sem samdi nýverið við KR, spilaði með Eskelinen hjá Örebro og segir hann að Vestri sé að fá afar góðan markvörð til sín.

„Ég ætla ekki að setja alltof mikla pressu á minn mann en ég held að hann verði einn af bestu markvörðum deildarinnar," sagði Axel við Fótbolta.net í gær.

„Ég held að hann muni koma fólki hrikalega á óvart. Vestri er með flott varnarlið og ég held að þetta lið passi honum vel. Þið munum fíla hann í ræmur."

Kemur það Axeli á óvart að hann sé að koma til Íslands?

„Ég talaði mikið hann og seldi honum þetta. Davíð er frábær þjálfari og er ótrúlega duglegur að finna leikmenn. Hann hringdi í mig og spurði mig um William. Davíð er virkilega flottur þjálfari og það verður ótrúlega gaman að horfa á William hjá þeim."
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Athugasemdir
banner