Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 11:54
Elvar Geir Magnússon
Valinn í skoska landsliðið 41 árs
Craig Gordon.
Craig Gordon.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Craig Gordon hefur verið valinn í skoska landsliðshópinn sem er að fara að mæta Hollandi og Norður-Írlandi í vináttulandsleikjum síðar í þessum mánuði.

Gordon er 41 árs og hefur spilað þrjá leiki með Hearts síðan hann hann var frá í eitt ár vegna tvöfalds fótbrots. Gordon er fyrrum markvörður Sunderland og Celtic.

Hann hefur leikið 74 landsleiki fyrir Skotland en spilaði síðast fyrir þjóð sína í nóvember 2022.

Liðsfélagi hans hjá Hearts, Zander Clark, er einnig valinn í landsliðshópinn en hann hefur haldið stöðu sinni sem aðalmarkvörður Hearts.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner