Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. júní 2022 15:43
Elvar Geir Magnússon
Arnar finnur ekki fyrir aukinni pressu á sitt starf þrátt fyrir umræðuna
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörð orð hafa verið látin falla í umræðu og umfjöllun um íslenska landsliðið síðustu daga. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort hann finndi fyrir aukinni pressu á sitt starf fyrir leikinn á morgun miðað við umræðuna?

„Nei, ég hef verið mjög ánægður með gluggann. Við byrjuðum í Danmörku þar sem þú varst með okkur. Það er eins og það séu þrír mánuðir síðan, þetta hefur verið það langt. Ég er búinn að vera mjög sáttur við það hvernig liðið og leikmennir hafa verið, er mjög stoltur af þeim. Hvernig við staffið og KSÍ höfum höndlað ferðalögin og allt þetta," svaraði Arnar.

„Það súrrealíska við þetta er að við höfum nú spilað þrjá leiki. Jafntefli gegn Ísrael úti sem síðan vann Albaníu, við gerðum jafntefli við Albaníu. Við unnum svo þriðja leikinn. Umræðan er stundum eins og við höfum tapað þremur leikjum í röð. Ég finn enn fyrir orku í mér, staffinu og leikmönnum. Ég finn mikinn vilja í að halda okkur inn í þessari keppni. Við erum að fara í undanúrslitaleik á morgun. Ég er ótrúlega spenntur og mótiveraður í að fara í þennan leik."

„Ég finn og sé hvað er að gerast. Þegar við erum að greina leikina okkar sjáum við að þetta er að þróast í rétta átt. Við sjáum að unga liðið sem við erum með í höndunum og leikstíllinn sem við erum að leitast eftir er á góðri leið. Ég er mjög spenntur og í raun ánægður með gluggann hingað til."

Ísland mætir Ísrael á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni annað kvöld. Möguleikar Íslands á að vinna riðilinn verða að engu ef sá leikur tapast.

„Ef Ísrael vinnur á morgun þá getum við ekki náð þeim. Eins og ég sagði þegar ljóst var að Rússland yrði ekki með þá geta öll þrjú liðin unnið og öll endað í þriðja sæti. Þetta er undanúrslitaleikur á morgun. Með jafntefli þá þurfum við að treysta á úrslit í september, þá mætir Ísrael liði Albaníu og við mætum Albönum. Auðvitað förum við í leikinn á morgun til að vinna. Við viljum spila á heimavelli og vinna. Það er þessi orka sem ég vil finna frá leikmönnum og stuðningsmönnum í landinu," sagði Arnar.

Er það ekki bara sigur á morgun sem getur snúið umræðunni?

„Það er markmiðið að vinna. Það er hægt að tala jákvætt um jafnteflið úti gegn Ísrael og líka um leikinn gegn Albaníu. Þeir sem eru búnir að ákveða að vera neikvæðir þeir segja örugglega eitthvað sama þó við vinnum á morgun," sagði Arnar Þór Viðarsson.
Upptaka - Horfðu á fréttamannafund Arnars og Birkis
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner