Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kimmich opinn fyrir því að spila í öðru landi - „Það væri áhugaverð áskorun"
Joshua Kimmich
Joshua Kimmich
Mynd: EPA
Þýski miðjumaðurinn Joshua Kimimch segist opinn fyrir því að spila í öðru landi í framtíðinni.

Kimmich er 27 ára gamall og hefur alla tíð spilað í Þýskalandi en hann ólst upp hjá Stuttgart áður en hann yfirgaf félagið og samdi við Leipzig. Kimmich fór þaðan til Bayern, þar sem hann hefur blómstrað.

Hann framlengdi samning sinn við Bayern í ágúst á síðasta ári eftir langar viðræður en hann segist hafa íhugað það að yfirgefa félagið áður en hann gerði nýjan fjögurra ára samning.

Kimmich útilokar ekki að reyna fyrir sér í öðru landi á næstu árum.

„Það væri áhugaverð áskorun. Ég veit ekki hvað mun gerast á næstu árum en það kemur í ljós," sagði Kimmich við SoFoot.

„Ég er með mjög góðan þjálfara sem vill spila fallegan fótbolta og mér líður vel hérna, en ég er þó með dellu í hausnum um að víkka sjóndeildarhringinn og takast á við nýjar áskoranir," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner