Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. september 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítölsk matargerð spilaði stórt hlutverk í ákvörðun Kevin-Prince
Kevin-Prince Boateng gekk í raðir Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í sumar.
Kevin-Prince Boateng gekk í raðir Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í sumar.
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng, miðjumaður sem hefur leikið með liðum eins og Dortmund, Schalke og AC Milan á ferli sínum, gekk í raðir Sassuolo á Ítalíu í sumar.

Hinn 31 árs gamli Boateng átti flott síðasta tímabil með Eintracht Frankfurt í Þýskalandi. Hann hjálpaði liðinu að verða þýskur bikarmeistari eftir úrslitaleik gegn Bayern München.

Það kom á óvart að hann skyldi fara til Sassuolo í sumar og var kærasta hans sögð spila stórt hlutverk í því. Boateng hefur núna greint frá því að ítölsk matagerð hafa líka spilað inn í.

„Það er pasta hérna," sagði Boateng við Bild. „Mjög, mjög gott pasta. Ég fór nýverið á veitingahús og pastað var svo gott að ég fór inn í eldhúsið og faðmaði kokkinn. Svona góður matur er ekki alls staðar, þú verður að passa þig á því að verða ekki feitur."

Boateng tók það einnig fram í viðtalinu að Niko Kovac væri stór ástæða fyrir því að hann yfirgaf Frankfurt í sumar. Kovac hætti með Frankfurt til að taka við Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner