Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 13. mars 2021 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salford vann pizza bikarinn - Annar úrslitaleikur á morgun
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikurinn í bikarkeppni neðrideildar liða á Englandi fór fram á Wembley í dag. Þetta var úrslitaleikurinn frá því á síðustu leiktíð en honum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Bikarkeppni liða í neðri deildunum hefur borið hin ýmsu nöfn í gegnum tíðina en í dag er Papa John's pizza staðurinn styrktaraðili keppninnar.

Portsmouth og Salford áttust við í úrslitaleiknum. Portsmouth er í C-deild en Salford í D-deild.

Hermann Hreiðarsson, fyrrum leikmaður Portsmouth, sendi sínu gamla félagi skemmtilega kveðju á Twitter fyrir leikinn. Kveðjuna má sjá hér að neðan.

Leikurinn var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því var gripið til vítaspyrnukeppni og þar hafði Salford betur, 4-2. Eigendur Salford eru úr hinum fræga 1992 árgangi Manchester United; það eru David Beckham, Nicky Butt, Ryan Giggs, Gary- og Phil Neville og Paul Scholes. Einnig á viðskiptamaðurinn Peter Lim stóran hlut í félaginu.

Á morgun verður úrslitaleikur keppninnar frá þessu tímabili leikinn á Wembley. Þar mætast Sunderland og Tranmere Rovers.


Athugasemdir
banner
banner