Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. mars 2021 23:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu þegar aðstoðarþjálfari Víkinga skoraði - „Ég er hættur"
Einar Guðnason.
Einar Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings R., tók fram skóna í gær og skoraði þegar Víkingur lagði Þór að velli í Boganum á Akureyri.

Leikurinn var í Lengjubikarnum og vann Víkingur 5-0. Einar skoraði síðasta markið í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 87. mínútu.

Einar, sem er 36 ára, spilaði síðast fyrir Víking í Landsbankadeildinni árið 2006 en hefur spilað með Berserkjum frá 2007. Hann spilaði síðast mótsleik með Berserkjum árið 2019.

Hægt er að sjá markið hér að neðan en leikurinn var sýndur í beinni á ÞórTV. Markinu var fagnað vel og innilega.

Það er spurning hvort Einar spili eitthvað meira með Víkingum á undirbúningstímabilinu en það verður að teljast afar ólíklegt, alla vega miðað við tíst hans eftir leikinn. „Ég er hættur," skrifaði hann einfaldlega.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner