Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona hefur áhuga á Luis Díaz
Luis Díaz
Luis Díaz
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Barcelona hefur mikinn áhuga á að fá kólumbíska vængmanninn Luis Díaz frá Liverpool en þetta kemur fram í Daily Mirror.

Díaz, sem er 24 ára gamall, hefur verið einn af hættulegustu leikmönnum Liverpool síðan hann kom frá Porto fyrir tveimur árum.

Kólumbíumaðurinn hefur komið að 35 mörkum í 85 leikjum sínum með Liverpool. en það eru ekki bara mörkin sem telja heldur líka áhrifin sem hann hefur í sóknarleiknum.

Daily Mirror heldur því fram að spænska félagið Barcelona hafi mikinn áhuga á Díaz og hafi þegar haft samband við föruneyti leikmannsins.

Liverpool hefur engan áhuga á að selja Díaz á næstunni og er sagt að félagið muni ekki hlusta á tilboð í leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner