Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 23:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir úr Meistaradeildinni: Memphis og Oblak hetjur - Sabitzer bestur hjá Dortmund
Memphis Depay
Memphis Depay
Mynd: EPA
Marcel Sabitzer
Marcel Sabitzer
Mynd: Borussia Dortmund

Memphis Depay fékk átta í einkunn og var maður leiksins að mati Eurosport þegar Atletico Madrid vann Inter Milan í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.


Depay skoraði undir lok leiksins eftir að hafa komið inn á sem varamaður og tryggði liðinu í framlengingu og leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Jan Oblak var hetja liðsins. Hann fær einnig átta í einkunn.

Federico Dimarco markaskorari Inter fær sjö í einkunn eins og nokkrir liðsfélagar hans en flestir fá sex.

Marcel Sabitzer var stekrur í vörninni hjá Dortmund í 2-0 sigri gegn PSV í kvöld en hann var valinn maður leiksins að mati Eurosport. Hann fær átta í einkunn.

Gregor Kobel markvörður Dortmund bjargaði liðinu oft á tíðum en hann fær einnig átta í einkunn. Luuk De Jong framherji PSV klikkaði á dauðafæri undir lok leiksins en hann fær aðeins fimm í einkunn.

Dortmund: Kobel 8; Süle 6, Can 6, Hummels 5, Maatsen 6; Sabitzer 8, Özcan 7; Malen 7, Brandt 5, Sancho 7; Füllkrug 6.

Varamenn: Adeyemi 6, Reus 7.

PSV: Benítez 6; Teze 7, Schouten 6, Boscagli 6, Dest 6; Veerman 6, Til 6, Mauro Júnior 6; Bakayoko 7, De Jong 5, Tilman 6.

Varamenn: Lozano 7, Pepi 6, Babadi 6.


Atletico Madrid: Oblak 8, Savic 7, Witsel 7, Hermoso 7, Molina 7, Llorente 7, Koke 7, De Paul 7, Lino 7, Morata 7, Griezmann 7

Varamenn: Azpilicueta 6, Riquelme 7, Niguez 6, Correa 6, Depay 8, Barrios 6

Inter Milan: Sommer 7, Pavard 6, De Vrij 6, Bastoni 6, Dumfries 6, Barella 7, Çalhano?lu 6, Mkitaryan 6, DiMarco 7, Thuram 6, Lautaro Martinez 7,

Varamenn: Acerbi 6, Bisseck 6, Darmian 6, Klaassen 6, Frattesi 6, Sanchez 6


Athugasemdir
banner
banner