Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fernandinho sér Guardiola fyrir sér með enska landsliðið
Mynd: EPA

Fernandinho fyrrum miðjumaður Manchester City tjáði sig um möguleikann á því að Pep Guardiola yrði ráðinn þjálfari brasilíska landsliðsins.


Þessi 38 ára gamli Brasilíumaður var leikmaður Man City frá 2013-2022 en Guardiola gerði hann að fyrirliða árið 2020.

Fernandinho var í brasilíska hlaðvarpsþættinum Denílson Show og var spurður hvort Guardiola gæti orðið þjálfari brasilíska landsliðsins.

„Það er möguleiki en það eru önnur lið sem hafa jafn mikla möguleika á að næla í hann. Ég gæti trúað á England, hann þekkir leikmennina og allt. Kannski Holland, hans fótboltaguð, hver er það? (Johan Cruyff)," sagði Fernandinho.

Guardiola sagði í viðtali við ESPN í Brasilíu í síðasta mánuði að hann hefði áhuga á að þjálfa landslið í framtíðinni.


Athugasemdir
banner