Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum landsliðsmaður Palestínu lést í árásum Ísraela
Mynd: EPA
Mohammed Barakat, fyrrum landsliðsmaður Palestínu, er látinn eftir loftárasir Ísraela á Gasa-svæðinu en þetta staðfesti fótboltasamband Palestínu í gær.

Barakat, sem var 39 ára gamall, er talinn goðsögn á Gasa-svæðinu, en hann var oftast kallaður „Goðsögnin frá Khan Younis“ , en þar er vitnað í borgina Khan Younis sem er í suðurhluta Gasa-strandarinnar.

Hann er fyrsti leikmaðurinn frá Gasa til að skora yfir 100 mörk og lék hann þá 3 landsleiki fyrir Palestínu.

Barakat lék fyrir nokkur félög í heimalandinu ásamt því að hafa spilað með Al-Wehdat í Jórdaníu og Al-Shoalah í Sádi-Arabíu.

Fyrrum leikmaðurinn er 158 íþróttamanneskjan sem er fallin eftir árásir Ísraela og 91. fótboltamaðurinn. Rúmlega 31.200 palestínskir menn. konur og börn hafa týnt lífi sínu í þessum ógeðfelldu árásum og hafa þá 72.900 slasast.


Athugasemdir
banner
banner
banner