Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hugsaði um að gera Ortega að aðalmarkverði Man City
Englandsmeistararnir í öruggum höndum í fjarveru Ederson
Stefan Ortega.
Stefan Ortega.
Mynd: EPA
Stefan Ortega mun verja mark Englands- og Evrópumeistara Manchester City næstu vikurnar eftir að Ederson meiddist. En það ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir City þar sem Ortega er einn traustasti varamarkvörður sem hægt er að hugsa sér.

Ortega, sem er 31 árs gamall, var keyptur til Man City frá Arminia Bielefeld í Þýskalandi sumarið 2022. Hann hefur síðan þá spilað 24 leiki fyrir City og gert það afar vel.

„Manchester City er bara með eitt vandamál varðandi Stefan Ortega: Hann er of góður til að vera varamarkvörður," segir í grein The Athletic um leikmanninn.

City ætti ekki að hræðast meiðsli Ederson þar sem Ortega er til staðar og liðið er á meðan í öruggum höndum. Í fréttinni kemur fram að Pep Guardiola. stjóri City, hafi verið það ánægður með Ortega þegar hann spilaði á síðasta tímabili að hann hugsaði um að nota hann sem aðalmarkvörð á þessari leiktíð. En Ederson stóð sig vel undir lok tímabili og hélt sæti sínu.

Framtíð Ortega er í óvissu þar sem hann hefur ekki samþykkt að gera nýjan samning við City þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann er nægilega góður til að vera aðalmarkvörður í mörgum liðum en fær núna tækifæri til að sýna sig með City. Það verður gaman að sjá hvernig þessi öflugi markvörður mun standa sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner