Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 21:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Dortmund áfram eftir mikla dramatík - Framlengt á Spáni
Jadon Sancho og Marco Reus sáu um PSV
Jadon Sancho og Marco Reus sáu um PSV
Mynd: EPA
Memphis Depay
Memphis Depay
Mynd: EPA

Dortmund er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur á PSV í dag.


Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli en Jadon Sancho sá til þess að Dortmund verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin.

Hann skoraði eina mark leiksins strax á þriðju mínútu með lúmsku skoti fyrir utan vítateiginn sem fór í stöngina og inn.

Leikmenn PSV settu í annan gír í síðari hálfleik og reyndu hvað þeir gátu að jafna metin. Luuk De Jong hefði getað komið liðinu í framlengingu í uppbótatíma en klikkaði á dauðafæri. Andartökum síðar innsiglaði Marco Reus sigur Dortmund.

Það er dramatík á Spáni þar sem Atletico Madrid og Inter eigast við en Inter vann fyrri leikinn á Ítalíu 1-0.

Inter var í ansi góðri stöðu eftir rúmlega hálftíma leik þegar Federico Dimarco kom liðinu yfir en Antoine Griezmann jafnaði metin stuttu síðar þegar hann skoraði af stuttu færi eftir röð mistaka í vörn Inter.

Memphis Depay kom inn á sem varamaður og var ekki lengi að láta til sín taka þegar hann skoraði og jafnaði metin í einvíginu. Griezmann hefði getað unnið leikinn fyrir Atletico í uppbótatíma en setti boltann yfir. Framlengingin er nú farin af stað.

Atletico Madrid 2 - 1 Inter (Framlengt)
0-1 Federico Dimarco ('33 )
1-1 Antoine Griezmann ('36 )
2-1 Memphis Depay ('87 )

Borussia D. 2 - 0 PSV
1-0 Jadon Sancho ('3 )
2-0 Marco Reus ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner