Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selfoss fær tvo erlenda leikmenn (Staðfest)
Mynd: Selfoss
Selfoss tilkynnti í dag um komu tveggja erlendra leikmanna sem munu leika með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar.

Sonia Rada er fædd í Bandaríkjunum en er einnig með kólumbískan ríkisborgararétt.

Hún er miðvörður sem á að færa ungum leikmannahópi Selfoss aukna reynslu. Hún er fædd árið 1990.

Hana Rosenblatt er að upplagi vinstri bakvörður en getur leyst fleiri stöður á vellinum bæði í vörn og sókn.

Hún lék síðast í bandaríska háskólaboltanum.

„Sonia og Hana eru báðar mættar á svæðið og æfa nú að fullum krafti með liðinu í undirbúning sínum fyrir sumarið," segir í tilkynningu Selfoss.

Selfoss féll úr Bestu deildinni síðasta haust og er því eins og fyrr segir í Lengjudeildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner