Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 13. apríl 2020 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berahino vantaði föðurímyndir hjá Stoke
Saido Berahino.
Saido Berahino.
Mynd: Getty Images
Berahino var mjög eftirsóttur þegar hann lék með West Brom.
Berahino var mjög eftirsóttur þegar hann lék með West Brom.
Mynd: Getty Images
Saido Berahino segir að sér hafi vantað föðurímyndir hjá Stoke City og það hafi orsakað hörmulegan tíma hans hjá félaginu.

Í ágúst á síðasta ári var samningi hans hjá Stoke rift þrátt fyrir að það væru þrjú ár eftir af samningnum. Í kjölfarið samdi hann við Zulte Waregem í Belgíu.

Berahino er 26 ára, en á sínum þegar hann spilaði fyrir West Brom var hann eftirsóttur leikmaður. Hann fór í hálfgert verkfall þegar West Brom hafnaði tilboðum í hann frá Tottenham og Crystal Palace árið 2016. Hann fitnaði og þótti ekki í standi til að spila fyrir félagið og var á endanum seldur til Stoke.

Hjá Stoke náði hann sér ekki á strik og lenti í vandræðum utan vallar. Hann var í maí á síðasta ári gripinn við ölvunarakstur. Berahino spilaði 56 leiki fyrir félagið og skoraði fimm mörk.

Glen Johnson, fyrrum liðsfélagi Berahino hjá Stoke, gagnrýndi hann fyrir að hafa skelfilegt viðhorf. Hann hafi hegðað sér illa og verið með vanvirðingu gagnvart öðrum leikmönnum. „Það að þeir hafi borgað honum til að yfirgefa félagið segir alla söguna," sagði Johnson.

Berahino ræddi við Talksport og sagði frá sinni hlið á sögunni. „Það voru margar föðurímyndir hjá West Brom og það hjálpaði mér að komast í aðalliðið. Það voru margar föðurímyndir í kringum mig."

„Hjá Stoke var ég einn og ég vissi ekki hvern ég ætti að tala við. Vitanlega, á þeim aldri bjóst fólk við því að ég yrði nógu mikill atvinnumaður til að takast á við ákveðnar aðstæður, en ég held að ég hafi aldrei talað við leikmann sem hefur verið í þeim aðstæðum sem ég var í, þar sem allt breytist á augabragði."

„Ég gerði ein mistök þegar tístaði um Jeremy Peace (stjórnarformann West Brom) og ég augljóslega sé eftir því. Ég hafði aldrei neinn til að leiðbeina mér eins mikið og ég hefði viljað."

Berahino hefur notið tímans mjög í Belgíu og eru leikmenn núna að koma til hans til að fá ráð. ,Þetta er mikil ábyrgð fyrir mig og ég nýtt þess að hafa hana."

Sjá einnig:
Liverpool og Man Utd vilja fá Berahino
Athugasemdir
banner
banner