Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fös 07. nóvember 2014 08:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Liverpool og Man Utd vilja fá Berahino
Powerade
Saido Berahino.
Saido Berahino.
Mynd: Getty Images
Smalling er orðaður við Arsenal.
Smalling er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum á þessum fína föstudegi.



Manchester City ætlar að selja Yaya Toure næsta sumar og fá Paul Pogba frá Juventus eða Ross Barkley frá Everton í hans stað. (The TImes)

Liverpool, Man Utd og Tottenham eru að berjast um Saido Berahino framherja WBA en hann var í gær valinn í enska landsliðshópinn. (The Sun)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar að reyna að krækja í Chris Smalling varnarmann Manchester United í janúar. (Daily Mirror)

Virgil van Dijk hjá Celtic og Ron Vlaar hjá Aston Villa eru einnig á óskalista Arsenal yfir varnarmenn. (Daily Mail)

Fabian Delph hfeur sagt Aston Villa að hann ætli ekki að gera nýjan samning við félagið. Delph gæti farið næsta sumar en Liverpool, Everton og Tottenham hafa öll áhuga. (Daily Telegraph)

Ítalska félagið Fiorentina vill fá Theo Walcott á láni frá Arsenal. (Daily Express)

Arsenal, Liverpool og Tottenham hafa áhuga á Xherdan Shaqiri kantmanni FC Bayern. (Daily Star)

Real Madrid er að undirbúa tilboð í David De Gea markvörð Manchester United. (Daily Star)

Manchester City ætlar að láta Manuel Pellegrini fara ef slakt gengi liðsins heldur áfram. Félagið vill fá Pep Guardiola þjálfara Bayern til að taka við. (Daily Mirror)

Glen Johnson gæti hætt að leika með enska landsliðinu eftir að hafa ekki verið valinn í síðustu tvo landsliðshópa. (Daily Telegraph)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segist vita að hann muni missa starfið ef hann gerir of mörg mistök. (Guardian)

Jermaine Pennant hefur gengið til liðs við Pune City í Indlandi en hann hefur verið án félags undanfarna mánuði eftir að hafa farið frá Stoke. (The Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner