Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. ágúst 2018 21:06
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pepsi-deildin: Valur fór létt með Grindavík
Pedersen ákvað að henda í þrennu í dag.
Pedersen ákvað að henda í þrennu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 0 Grindavík
1-0 Patrick Pedersen ('16 )
2-0 Patrick Pedersen ('34 )
3-0 Patrick Pedersen ('66 )
3-0 Tobias Thomsen ('90 , misnotað víti)
4-0 Kristinn Ingi Halldórsson ('90)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Valur tók á móti Grindavík á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur og voru ekki lengi að koma sér í álitleg marktækifæri. Patrick Pedersen var funheitur í dag og kom sínum mönnum yfir strax á 16. mínútu eftir frábært samspil.

Það lifnaði yfir Grindavík eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn með Sito fremstan í fararbroddi en Anton var vakandi í marki Vals. Á 34. mínútu skoraði Pedersen síðan sitt annað mark og Grindvíkingar í vondum málum.

Síðari hálfleikur var nokkuð jafn og áttu bæði lið sín færi. Rothöggið kom hinsvegar á 66. mínútu þegar Pedersen henti í þriðja mark sitt í dag, A+ frammistaða hjá honum í dag.

Eftir markið róaðist leikurinn og Valsmenn gerðu skiptingar enda að mæta Sheriff á fimmtudaginn. Á lokamínútum leiksins fékk Valur víti. Tobias Thomsen steig á punktinn en misnotaði vítið. Kristinn Ingi var hinsvegar fyrstur að bregðast við og kláraði dæmið.

4-0 lokatölur og stórlið Vals því komið með 32 stig í öðru sæti deildarinnar. Grindavík er í nokkuð rólegum málum í 6. sæti deildarinnar með 23 stig.
Athugasemdir
banner
banner