Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 15:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Götublöðin birta lygar um Gylfa - Segja að hann hafi verið rekinn
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi í leik með Lyngby.
Gylfi í leik með Lyngby.
Mynd: Getty Images
Ensku götublöðin The Sun og Daily Mail hafa fjallað um félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar til Vals en þar á bæ eru menn ekki með staðreyndirnar á hreinu.

Báðir fjölmiðlar - sem eru þekktir fyrir æsifréttamennsku - fullyrða í greinum sínum að Gylfi hafi verið rekinn frá danska félaginu Lyngby.

Það rétta er hins vegar að Gylfi rifti samningi sínum við Lyngby fyrir um tveimur mánuðum þar sem hann vildi ekki kosta félagið laun á meðan hann væri í endurhæfingu vegna meiðsla. Var honum þakkað fyrir það af félaginu.

Það gerðist stuttu eftir að Freyr Alexandersson hætti með Lyngby til að taka við Kortrijk í Belgíu. Freyr var ein stærsta ástæðan fyrir því að Gylfi samdi við Lyngby.

Gylfi ákvað svo eftir að hafa skoða sín mál að snúa heim og semja á Hlíðarenda. Í morgun kvaddi danska félagið Gylfa. Í þeirri yfirlýsingu var það skýrt tekið fram að viðskilnaðurinn væri alveg laus við eitthvað drama og það væru engin illindi á milli Gylfa og félagsins.

Í frétt The Sun segir að Gylfi hafi verið rekinn (e. axed) frá Lyngby eftir aðeins sex mánaða veru hjá félaginu. Núna sé hann búinn að semja við félagið sem er bara með 1500 manna stúku á heimavelli sínum. Er gert lítið úr því hversu fáir komast að á heimaleikjum Vals þar sem Gylfi er vanur að spila í ensku úrvalsdeildinni fyrir framan tug þúsundir.

Gylfi yfirgaf Everton á Englandi sumarið 2021 en hann samdi svo við Lyngby síðasta sumar eftir meira en tveggja ára fjarveru vegna lögreglurannsóknar.

Það verður virkilega skemmtilegt að sjá Gylfa í Bestu deildinni en hann er einn stærsti prófíll sem hefur komið í deildina, ef ekki sá stærsti.
Athugasemdir
banner