Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hefur fengið líflátshótanir eftir viðtal við Höjlund
Mynd: EPA

Mark Goldbridge, stofnandi The United Stand, hefur fengið líflátshótanir eftir viðtal við Rasmus Höjlund framherja Manchester United.


Viðtalið var opinberað í síðasta mánuði en talið er að leikmenn Man Utd hafi alls ekki verið ánægðir með Höjlund að hafa farið í þetta viðtal þar sem The United Stand hefur gagnrýnt liðið mikið.

Goldbridge og aðrir starfsmenn The United Stand hafa fengið líflátshótanir á samfélagsmiðlum í kjölfar viðtalsins en Daily Mail greinir frá þessu. Lögreglan í Manchester er komin í málið.

„Lögreglumenn hafa rætt við fórnarlambið og viðeigandi upplýsingar eru komnar til lögreglu. Málið er í vinnslu," segir í yfirlýsingu frá lögreglunni í Manchester.


Athugasemdir
banner