Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 09:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kwame Quee í Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grindavík var að fá liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeildinni því Kwame Quee er genginn í raðir félagsins. Fótbolti.net greindi fyrst frá því að Kwame væri á leiðinni fyrir rúmum mánuði síðan.

Hann kemur frá Síerra Leóne og er hann sjöundi leikmaðurinn sem Grindavík fær í vetur.

Kwame þekkir vel til á Íslandi því hann hefur leikið með Víkingi Ólafsvík, Breiðabliki og Víkingi Reykjavík hér á landi. Síðast lék hann á Íslandi árið 2021, þá varð hann tvöfaldur meistari með Víkingi.

Hann er sóknarsinnaður leikmaður sem hefur skorað 28 mörk í 105 KSÍ leikjum. Hann er 27 ára og á að baki 34 landsleiki fyrir Síerra Leóne samkvæmt Wikipedia.

Komnir
Adam Árni Róbertsson frá Þrótti V.
Eric Vales frá Slóveníu
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi (á láni)
Josip Krznaric frá Slóveníu
Kwame Quee frá Síerra Leóne
Matevz Turkus frá Slóveníu
Mathias Munch Larsen frá Danmörku
Óliver Berg Sigurðsson frá Sindra (var á láni)

Farnir
Dagur Austmann Hilmarsson í Fjölni
Edi Horvat til Slóveníu
Freyr Jónsson í Dalvík/Reyni
Guðjón Pétur Lýðsson
Marko Vardic í ÍA
Óskar Örn Hauksson í Víking R.
Ólafur Flóki Stephensen í Val (var á láni)
Tómas Orri Róbertsson í Breiðablik (var á láni)
Alexander Veigar Þórarinsson í ÍH
Athugasemdir
banner
banner